Golf

Björn fer á kostum - róleg byrjun hjá McIlroy

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thomas Björn ásamt kylfusveini sínum á Royal St. George's í morgun.
Thomas Björn ásamt kylfusveini sínum á Royal St. George's í morgun. Nordic Photos/AFP
Daninn Thomas Björn hefur farið á kostum á fyrsta hringnum á Opna breska meistaramótinu í golfi á Royal St. George's vellinum í Sandwich á Englandi. Björn fékk sjö fugla á fyrsta hring mótsins sem hófst í dag.

Björn lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á næstu menn. Daninn fertugi hefur verið í fremstu röð í golfíþróttinni í langan tíma en ekki tekist að vinna stórmót. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan á eftir að breytast mikið í dag.

Allra augu eru á Norður-Íranum Rory McIlroy sem sigraði á Bandaríska meistaramótinu um daginn. McIlroy lék fyrri níu á einu höggi yfir pari.

Englendingurinn Luke Donald, efsti maður heimslistans spilaði fyrri níu á einu höggi undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×