Fótbolti

Breiðablik eða Rosenborg mæta líklegast tékknesku meisturunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristinn Steindórsson og félagar eiga erfiðan leik fyrir höndum í næstu viku eftir 5-0 tap í Þrándheimi.
Kristinn Steindórsson og félagar eiga erfiðan leik fyrir höndum í næstu viku eftir 5-0 tap í Þrándheimi. Mynd/HAG
Dregið var í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir stundu. Ljóst er að sigurvegarinn í einvígi Breiðabliks og Rosenborgar mætir annaðhvort tékknesku eða armensku félagi.

Liðin sem um ræðir eru FC Viktoria Plzeň frá Tékklandi og FC Pyunik frá Armeníu. Það er óhætt að segja að Plzeň séu með pálmann í höndunum að loknum fyrri leiknum í Armeníu. Tékkarnir unnu 4-0 sigur.

Lokatölurnar í Noregi í fyrri leik Blika og Rosenborgar voru ekki ósvipaðar. Rosenborg kjöldró Breiðablik 5-0.

Aðrar áhugaverðar viðureignir í 3. umferð:

Rangers - Malmö/Þórshöfn

Dynamo Kiev - Rubin Kazan

OB Óðinsvé - Panathinaikos

FC Kaupmannahöfn - Shamrock/Tallinn

Dráttinn í heild sinni má sjá hér.

Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen fá fyrirfram talið nokkuð þægilega andstæðinga. Verkefni Rúriks Gíslasonar og félaga hjá OB er öllu meira krefjandi en liðið mætir Panathinaikos.

Drátturinn í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar hefst klukkan 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×