„Þetta var jafn svekkjandi fyrir okkur eins og þetta var gleðilegt fyrir Stjörnuna,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í dag.
„Þetta er bara hin hliðin á peningnum, þeir sem vinna þeir eru glaðir, þeir sem tapa verða súrir. Það var gríðarlega svekkjandi að fá á sig þetta mark í lokin, en það var ekki eins og Stjarnan hafði spilað sig glæsilega í gegnum vörn okkar. Við gerðum okkur seka um mikið einbeitingarleysi og færðum þeim markið á silfurfati“.
„Það vantaði allt stál í menn þarna í lokin og varnarleikurinn var kærulaus og menn sýndu mikla óákveðni“.
