„Við erum að sjálfsögðu rosalega ánægðir að hafa unnið þennan leik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn gegn ÍBV í dag.
„Fyrri hálfleikur spilaðist mjög vel fyrir okkur og við spiluðum ágætlega. Síðan fengum við víti og þeir misstu mann útaf sem hjálpaði okkur mikið“.
„Ég tel að liðið geti spilað mun betur en það gerði í síðari hálfleiknum. Ef við hefðum tekið aðeins betri ákvarðanir í okkar aðgerðum þá hefðum við getað refsað þeim meira, en 2-0 er ekki slæmt á móti svona góðu liði“.
„Menn halda stundum að það sé hægt að komast upp með minni vinnslu þegar lið erum orðin einum fleiri og við gerðum okkur seka um það í kvöld“.
Ólafur: Hefðum átt að refsa þeim meira
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti