„Þetta voru gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur,“ sagði Jóhann Helgason, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn á Eyjamönnum í dag.
„Það er frábært fyrir okkur að klára fyrstu umferðina á þremur stigum og heilt yfir frekar góður leikur af okkar hálfu“.
„Mér fannst fyrri hálfleikurinn meira og minna mjög góður hjá okkur en síðan gefum við aðeins eftir í þeim síðari“.
„Þegar við skorum markið hefðum við mátt láta kné fylgja kviði og klára þá fyrr“.
