Frí smáskífa fyrir 3000 "likes" 1. júlí 2011 20:52 Hljómsveitirnar Gus Gus og Quarashi eru þessa daganna að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu með eftirtektarverðri leið til þess að koma tónlist sinni til sem flestra aðdáenda sinna, þeim að kostnaðarlausu. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð í samstarfi við Ring þar sem stuðst er við notagildi "like"-hnappsins á Facebook til þess að koma tónlist sveitanna beint til netnotenda - og nota um leið "heimasvæði" (profile) aðdáenda sinna til þess að auglýsa útgáfuna frekar. Með þessu býður Ring upp á nýjar boðleiðir á milli tónlistarmanna og hlustendahóps þeirra. Þegar þetta er skrifað eru myndböndin tvö nýju lögin tvö af smáskífunni læst. Netnotendur þurfa að heimsækja síðuna og smella á "like"-hnappinn til þess að opna þau. Þegar 3000 notendur hafa meldað sig inn opnast myndböndin. Þá geta aðdáendur sveitanna sótt mp3 skrár af lögunum frítt. "Við erum með mestu hlutfallslega notkun á facebook í heiminum, yfir 65% af íslensku þjóðinni er nú virk á facebook og talan mun hærri þegar horft er á yngri kynslóðina. Það er því nauðsynlegt að tvinna þennan miðil inn í allt markaðsstarf, eigi það að ná árangri," segir Einar Benedikt Sigurðsson hjá Ring. "Hugmyndin kom upp þegar verið var að ræða nýja diskinn hjá Gus Gus. Upp kom sú hugmynd að fá tónlistarmenn úr hinum ýmsu áttum til þess rugla saman reitum. Þá kom upp spurning hverja við myndum vilja sjá saman. Mér fannst svarið augljóst - GusGus & Quarashi." Á okkar tímum þar sem stærsti hluti ungviðarins kynnir sér tónlist í gegnum streymi á netinu í gegnum símtækin sín og þar sem margir tónlistarmenn eru orðnir sínir eigin útgefendur er hér skyndilega komin leið til þess að ná athygli fjöldans á hraðan og skilvirkan hátt. Hluti smáskífunnar verður leikin í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitirnar Gus Gus og Quarashi eru þessa daganna að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu með eftirtektarverðri leið til þess að koma tónlist sinni til sem flestra aðdáenda sinna, þeim að kostnaðarlausu. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð í samstarfi við Ring þar sem stuðst er við notagildi "like"-hnappsins á Facebook til þess að koma tónlist sveitanna beint til netnotenda - og nota um leið "heimasvæði" (profile) aðdáenda sinna til þess að auglýsa útgáfuna frekar. Með þessu býður Ring upp á nýjar boðleiðir á milli tónlistarmanna og hlustendahóps þeirra. Þegar þetta er skrifað eru myndböndin tvö nýju lögin tvö af smáskífunni læst. Netnotendur þurfa að heimsækja síðuna og smella á "like"-hnappinn til þess að opna þau. Þegar 3000 notendur hafa meldað sig inn opnast myndböndin. Þá geta aðdáendur sveitanna sótt mp3 skrár af lögunum frítt. "Við erum með mestu hlutfallslega notkun á facebook í heiminum, yfir 65% af íslensku þjóðinni er nú virk á facebook og talan mun hærri þegar horft er á yngri kynslóðina. Það er því nauðsynlegt að tvinna þennan miðil inn í allt markaðsstarf, eigi það að ná árangri," segir Einar Benedikt Sigurðsson hjá Ring. "Hugmyndin kom upp þegar verið var að ræða nýja diskinn hjá Gus Gus. Upp kom sú hugmynd að fá tónlistarmenn úr hinum ýmsu áttum til þess rugla saman reitum. Þá kom upp spurning hverja við myndum vilja sjá saman. Mér fannst svarið augljóst - GusGus & Quarashi." Á okkar tímum þar sem stærsti hluti ungviðarins kynnir sér tónlist í gegnum streymi á netinu í gegnum símtækin sín og þar sem margir tónlistarmenn eru orðnir sínir eigin útgefendur er hér skyndilega komin leið til þess að ná athygli fjöldans á hraðan og skilvirkan hátt. Hluti smáskífunnar verður leikin í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira