Frí smáskífa fyrir 3000 "likes" 1. júlí 2011 20:52 Hljómsveitirnar Gus Gus og Quarashi eru þessa daganna að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu með eftirtektarverðri leið til þess að koma tónlist sinni til sem flestra aðdáenda sinna, þeim að kostnaðarlausu. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð í samstarfi við Ring þar sem stuðst er við notagildi "like"-hnappsins á Facebook til þess að koma tónlist sveitanna beint til netnotenda - og nota um leið "heimasvæði" (profile) aðdáenda sinna til þess að auglýsa útgáfuna frekar. Með þessu býður Ring upp á nýjar boðleiðir á milli tónlistarmanna og hlustendahóps þeirra. Þegar þetta er skrifað eru myndböndin tvö nýju lögin tvö af smáskífunni læst. Netnotendur þurfa að heimsækja síðuna og smella á "like"-hnappinn til þess að opna þau. Þegar 3000 notendur hafa meldað sig inn opnast myndböndin. Þá geta aðdáendur sveitanna sótt mp3 skrár af lögunum frítt. "Við erum með mestu hlutfallslega notkun á facebook í heiminum, yfir 65% af íslensku þjóðinni er nú virk á facebook og talan mun hærri þegar horft er á yngri kynslóðina. Það er því nauðsynlegt að tvinna þennan miðil inn í allt markaðsstarf, eigi það að ná árangri," segir Einar Benedikt Sigurðsson hjá Ring. "Hugmyndin kom upp þegar verið var að ræða nýja diskinn hjá Gus Gus. Upp kom sú hugmynd að fá tónlistarmenn úr hinum ýmsu áttum til þess rugla saman reitum. Þá kom upp spurning hverja við myndum vilja sjá saman. Mér fannst svarið augljóst - GusGus & Quarashi." Á okkar tímum þar sem stærsti hluti ungviðarins kynnir sér tónlist í gegnum streymi á netinu í gegnum símtækin sín og þar sem margir tónlistarmenn eru orðnir sínir eigin útgefendur er hér skyndilega komin leið til þess að ná athygli fjöldans á hraðan og skilvirkan hátt. Hluti smáskífunnar verður leikin í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitirnar Gus Gus og Quarashi eru þessa daganna að brjóta blað í íslenskri tónlistarsögu með eftirtektarverðri leið til þess að koma tónlist sinni til sem flestra aðdáenda sinna, þeim að kostnaðarlausu. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð í samstarfi við Ring þar sem stuðst er við notagildi "like"-hnappsins á Facebook til þess að koma tónlist sveitanna beint til netnotenda - og nota um leið "heimasvæði" (profile) aðdáenda sinna til þess að auglýsa útgáfuna frekar. Með þessu býður Ring upp á nýjar boðleiðir á milli tónlistarmanna og hlustendahóps þeirra. Þegar þetta er skrifað eru myndböndin tvö nýju lögin tvö af smáskífunni læst. Netnotendur þurfa að heimsækja síðuna og smella á "like"-hnappinn til þess að opna þau. Þegar 3000 notendur hafa meldað sig inn opnast myndböndin. Þá geta aðdáendur sveitanna sótt mp3 skrár af lögunum frítt. "Við erum með mestu hlutfallslega notkun á facebook í heiminum, yfir 65% af íslensku þjóðinni er nú virk á facebook og talan mun hærri þegar horft er á yngri kynslóðina. Það er því nauðsynlegt að tvinna þennan miðil inn í allt markaðsstarf, eigi það að ná árangri," segir Einar Benedikt Sigurðsson hjá Ring. "Hugmyndin kom upp þegar verið var að ræða nýja diskinn hjá Gus Gus. Upp kom sú hugmynd að fá tónlistarmenn úr hinum ýmsu áttum til þess rugla saman reitum. Þá kom upp spurning hverja við myndum vilja sjá saman. Mér fannst svarið augljóst - GusGus & Quarashi." Á okkar tímum þar sem stærsti hluti ungviðarins kynnir sér tónlist í gegnum streymi á netinu í gegnum símtækin sín og þar sem margir tónlistarmenn eru orðnir sínir eigin útgefendur er hér skyndilega komin leið til þess að ná athygli fjöldans á hraðan og skilvirkan hátt. Hluti smáskífunnar verður leikin í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira