„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Ómar Jóhannsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld.
Ómar átti frábæran leik og bjargaði Keflvíkingum oft á tíðum í leiknum, en Keflavík sigraði Fram 1-0 í sannkölluðum botnslag þar sem Keflavík náði að slíta sér örlítið frá fallpakkanum.
„Það var alveg ljóst að við urðum að taka þrjú stig í kvöld ef við ætluðum ekki að sökkva dýpra í botnbaráttuna. Þessi leikur var stríð og ekkert annað, sem betur fer kláruðum við dæmið“.
„Mér líður vel í markinu og hef æft vel í ár. Ég er í góðu formi og hef fundið mig vel það sem af er sumri“.
Ómar: Þetta var stríð sem við unnum
Stefán Árni Pálsson á Nettóvellinum skrifar
Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
