Útvarp KR 98,3 verður með beina lýsingu frá Evrópuleik KR gegn ÍF Fuglafjörður í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og fer fram á Gundadalnum í Færeyjum.
Þröstur Emilsson er í Þórshöfn og mun lýsa leiknum. Útsending KR-útvarpsins hófst klukkan 17.00 og verða viðtöl fyrir leik. Einnig verður rætt við menn eftir leik.
Hægt er að ná útsendingunni á netinu á netheimur.is.
Útvarp KR í beinni frá Færeyjum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
