Umfjöllun: Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 26. júní 2011 16:28 Páll Einarsson, þjálfari Þróttar. Mynd./ Valli Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.) Íslenski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.)
Íslenski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn