„Þetta er hrikalega ljúft,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.
„Við ætluðum alltaf að sækja til sigurs þó svo að við lentum einum færri. Það var gríðarlegur vilji og baráttu í öllu liðinu og það skilaði þessum sigri“.
Valsmenn lentu einum færri eftir um hálftíma leik en það hafði ekki mikil áhrif á leik liðsins.
„Við héldum bara áfram okkur skipulagi og héldum boltanum vel innan liðsins, þrátt fyrir að vera einum færri. Við lögðum bara það mikla vinnu á okkur í kvöld og þá uppsker maður oftast sigur. Þegar við jöfnuðum leikinn þá sóttum við boltann strax í netið og menn voru staðráðnir í því að vinna hérna á heimavelli,“ sagði Haukur Páll.
