Engin lax gengin í Leirvogsá? 28. júní 2011 20:52 Mynd: www.svfr.is Svo virðist sem að lax sé ekki genginn í Leirvogsá. Í það minnsta hefur enginn slíkur verið færður til bókar fyrstu þrjá daga tímabilisins. Júnímánuður hefur svo sem aldrei verið tími Leirvogsár, en hins vegar er óvenjulegt að lax skuli ekki hafa veiðst á þessum tíma, í það minnsta í seinni tíð. Teljarinn ofan við Gömlu brú er á núlli, og þó svo að lax hafi undanfarin ár verið genginn í Brúargrjótinn virðist það ekki tilfellið enn sem komið er. Að sögn Garðars Jóhannssonar sem stóð vaktina í morgun var ekki að sjá að fiskur væri genginn, en hann er alvanur ánni. Hið sama er að segja um Andakílsá. Þar virðist lax vera seinna á ferðinni en undanfarin ár og segja vanir Andakílsármenn að nú sé ástandið eðlilegt, ekki sé sanngjarnt að miða við þá miklu veiði sem verið hefur undanfarin sumur. Þetta verður að teljast meira en lítið skrítið þar sem lax er farin að veiðast vel í Elliðaánum og menn búnir að sjá laxa í Korpu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði
Svo virðist sem að lax sé ekki genginn í Leirvogsá. Í það minnsta hefur enginn slíkur verið færður til bókar fyrstu þrjá daga tímabilisins. Júnímánuður hefur svo sem aldrei verið tími Leirvogsár, en hins vegar er óvenjulegt að lax skuli ekki hafa veiðst á þessum tíma, í það minnsta í seinni tíð. Teljarinn ofan við Gömlu brú er á núlli, og þó svo að lax hafi undanfarin ár verið genginn í Brúargrjótinn virðist það ekki tilfellið enn sem komið er. Að sögn Garðars Jóhannssonar sem stóð vaktina í morgun var ekki að sjá að fiskur væri genginn, en hann er alvanur ánni. Hið sama er að segja um Andakílsá. Þar virðist lax vera seinna á ferðinni en undanfarin ár og segja vanir Andakílsármenn að nú sé ástandið eðlilegt, ekki sé sanngjarnt að miða við þá miklu veiði sem verið hefur undanfarin sumur. Þetta verður að teljast meira en lítið skrítið þar sem lax er farin að veiðast vel í Elliðaánum og menn búnir að sjá laxa í Korpu. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Æ fleiri útlendingar vilja í Brynju Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði Sjaldgæfur 99,5 sm lax veiðist í Blöndu Veiði Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Góð opnun í Breiðdalsá; Þrír í Jöklu en dauft í Hrútu Veiði Stórlaxapar í Tungufljóti í Biskupstungum Veiði