Landsdómsumræða gerir lítið úr fórnarlömbum Stalíns 16. júní 2011 09:48 Hafsteinn Þór Hauksson, lektor. „Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30