Landsdómsumræða gerir lítið úr fórnarlömbum Stalíns 16. júní 2011 09:48 Hafsteinn Þór Hauksson, lektor. „Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30