Golf

Aftur hreyfðist golfkúla Webb Simpson á flötinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eitt upphafshögga Simpson í gær lenti í kjöltu áhorfanda sem sat undir tré
Eitt upphafshögga Simpson í gær lenti í kjöltu áhorfanda sem sat undir tré Mynd/AFP
Kylfingurinn Webb Simpson lenti í kunnulegum vandaræðum á þriðja hring Opna bandaríska meistaramótsins í gær. Þegar Webb bjó sig undir að pútta hreyfðist kúlan í golunni og kostaði Webb högg.

„Ég sveiflaði kylfunni í átt að kúlunni og hún færðist um hálfan eða einn sentimetra,“ sagði Bandaríkjamaðurinn við fjölmiðla að loknum hringnum. Simpson spilaði hringinn í gær á fimm höggum undir pari.

„Ég held að þetta sé farið að gerast of reglulega, er það ekki? Þetta var eiginlega eins og í New Orleans“, bætti Simpson við.

Atvikið sem hann vísar til átti sér stað á PGA-mótaröðinni í New Orleans fyrir sjö vikum. Þá var hann á góðri leið að tryggja sér sinn fyrsta sigur á mótaröðinni. Líkt og í gær hreyfðist kúlan í vindinum þegar hann var búinn að stilla sér upp til að pútta. Hann fékk eitt högg í víti.

Vítið varð til þess að Simpson þurfti að fara í umspil við samlanda sinn Bubba Watson sem hafði betur.

Simpson er þrettán höggum á eftir Rory Mcllroy fyrir lokahringinn á Opna bandaríska sem verður spilaður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×