Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2011 22:21 Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira