Jón Ólafur: Ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2011 22:21 Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari nýliða ÍBV, var að vonum kátur eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stelpurnar hans hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína með markatölunni 12-0 og sitja einar í toppsætinu í Pepsi-deild kvenna eftir þrjár umferðir. „Þetta var stórglæsilegt hjá stelpunum í kvöld," sagði Jón Ólafur sem segir það vera ekkert mál að halda þeim á jörðinni. „Ég hef sagt það áður að þetta eru mjög vel gefnar stelpur og þær vita sigur í leik í dag telur ekkert þegar það er flautað til leiks í næsta leik," sagði Jón Ólafur. „Þetta er frábær staða og gefur þeim meira sjálfstraust og enn meiri trú á sjálfum sér. Þær vita það samt að þetta telur ekkert þegar það verður flautað til leiks á móti Þrótti í næstu viku," sagði Jón Ólafur. „Ég sá ekki þessa stöðu fyrir mér fyrir mót. Fyrr í vetur gerði ég mér vonir um að við yrðum með fínt lið en svo gekk okkur skelfilega rétt fyrir mót. Ég var því orðinn verulega svartsýnn og hélt að við yrðum svona jó-jó lið sem gæti reyndar komið í ljós að við erum. Við skulum vona ekki og ég vona að við látum enn meira að okkur kveða í framhaldinu," sagði Jón Ólafur sem átti greina góða hálfleiksræðu því Eyjaliðið hafði lent í vandræðum í lok fyrri hálfleiksins. „Við vorum yfirspilaðar síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik og þá fór allur baráttuandi úr þessu hjá okkur. Við ræddum því aðeins saman í hálfleik," sagði Jón Ólafur en hann vill ekki of mikið úr því að liðið hans hafi haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum. „Það er mjög sterkt að halda hreinu í fyrstu þremur leikjunum og það eru margir þjálfarar sem leggja mikið upp úr því að halda hreinu. Að halda hreinu getur farið á sálina á þér og loksins að þú færð á þig mark þá bresta allar brýr. Ég á ekki von á því að það verði svo slæmt hjá okkur, Ég held að við séum vel skipulagðar og með mjög góða vörn," sagði Jón Ólafur sem er á því að Breiðablik verði í efri hlutanum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Mér finnst þessar stelpur í Breiðablik vera svakalega góðar í fótbolta, með góða tækni og fínan leikskilning. Þetta eru miklar fótboltakonur en það er eitthvað að plaga þær þessa stundina. Þær rífa sig upp úr þessu það er klárt," sagði Jón Ólafur en liðið hans er í góðum gír. „Við erum alveg geysilega vel mannaðar og ég er ofboðslega stoltur af ungu stelpunum í liðinu mínu. Þær eru frábærar," sagði Jón Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn