Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? Valur Grettisson skrifar 4. júní 2011 10:58 Ingibjögr Sólrún Gísladóttir gagnrýnir saksóknara Alþingis harðlega. „Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“. Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. Hún tekur þar undir gagnrýnisraddir sem hafa heyrst um opnun heimasíðu saksóknara Alþingis um dómsmál gegn Geir H. Haarde, fyrir landsdómi, sem verður þingfest í næstu viku. Til stóð að ákæra einnig Ingibjörgu en í atkvæðagreiðslu á Alþingi var samþykkt að ákæra eingöngu Geir, og fella niður kærur gegn Árna M. Mathísesen og Björgvini G. Sigurðssyni. Opnun heimasíðu saksóknara Alþingis hefur hleypt illu blóði í Sjálfstæðismenn. Þannig skrifaði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, harðorðan pistil á vefsvæði sitt á Eyjunni í gær. Þar líkti hann Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, við Lavrentiy Beria, sem var harðsvíraðasti yfirmaður leynilögreglu Stalíns í Sovétríkjunum sálugu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerir réttarhöldin einnig að umtalsefni í kjallaragrein sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann réttarhöldin eiga það sameiginlegt með öllum öðrum pólitískum réttarhöldum, að þau setji smánarblett á þær þjóðir sem slíkt hafa iðkað. Svo gagnrýnir hann einnig opnun heimasíðunnar harðlega. „Sérstakur saksóknari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar hefur þegar opnað vefsíðu á kostnað skattborgaranna til þess að koma málstað flokkanna sem að ákærunni standa á framfæri. Það er nýmæli í íslenskri réttarsögu en um leið rökrétt birtingarmynd pólitískra réttarhalda,“ skrifar Þorsteinn. Hann bendir jafnframt á að sá sem einn sætir ákæru vegna pólitískrar stöðu sinnar hafi ekki aðgang að peningum skattborgaranna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim átökum sem boðuð eru með opnun „ákærusíðunnar“ eins og Þorsteinn orðað það. Svo skrifar Þorsteinn: „Augljóst er að ríkisvaldið ætlar ekki að spara peninga skattborgaranna fyrir ákærumálstað þeirra flokka sem reka málið“. En athygli vekur að það er fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar sem skrifar athugasemd undir orð Ingibjargar Sólrúnar á samskiptavefnum Facebook. Þar skrifar Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem sagði af sér þingmennsku á síðasta ári vegna umdeildra styrkja: „Dómstóll götunnar í boði ríkisins“.
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05 Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00 Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Geir Haarde velkomið að birta gögn á vefnum Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er meira en velkomið að að birta athugasemdir og viðbætur við vefsíðu saksóknara Alþingis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknari Alþingis, en vefsíða saksóknarans hefur verið gagnrýnd, m.a. af verjenda Geirs. 3. júní 2011 19:05
Gerska ævintýrið í nýrri útgáfu Pólitísk réttarhöld eru þekkt í sögunni. Mynd þeirra er margvísleg. Eitt eiga þau þó sameiginlegt. Það er smánarbletturinn sem þau setja á þær þjóðir sem hlut eiga að máli. Fyrstu pólitísku réttarhöld íslenska lýðveldisins hefjast í næstu viku. Það eru réttarhöld Steingríms Jóhanns Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra gegn Geir Haarde. 4. júní 2011 07:00
Saksóknari Alþingis opnar heimasíðu - mál Geirs þingfest á þriðjudaginn Saksóknari Alþingis hefur opnað sérstakan vef helgaðan málsókn þingsins gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. Vefurinn heyrir undir opinbert vefsvæði ríkisins þar sem meðal annars má finna vefi ráðherra og opinberra stofnanna. 2. júní 2011 11:01