Enski boltinn

Birgir Leifur hafnaði í 62.-65. sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur.
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur. Nordic Photos / Getty Images
Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á lokadeginum á móti í Austurríki sem var hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Hann hafnaði í 62.-65. sæti á mótinu og fékk í sinn hlut 76 þúsund krónur fyrir. Hann lék á fjórum höggum yfir pari í dag en mestu munaði um að hann lék fjórtándu holu, sem er par fimm, á níu höggum.

Hann lék samtals á tveimur höggum undir pari og hrapaði um 28 sæti á síðasta keppnisdeginum. Sigurvegari mótsins, Edouardc Dubois frá Frakklandi, lék á samtals 23 höggum undir pari vallarins og var fjórum höggum á undan næsta manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×