Golf

Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Bjarki Pétursson úr GB lék frábært golf á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Hann endaði á -8 eftir 36 holur.
Bjarki Pétursson úr GB lék frábært golf á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Hann endaði á -8 eftir 36 holur. Mynd/golf.is
Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum.

Stúlknaflokkur 17-18 ára:


Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 154

Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 165

Halla Björk Ragnarsdóttir GR 167

Piltaflokkur 17-18 ára:

Bjarki Pétursson GB 136

Dagur Ebenezersson GK 144

Magnús B. Sigurðsson GR 145

Hallgrímur Júlíusson GV 146

Benedikt Sveinsson GK 146

Anton H. Guðjónsson GÍ 147

Telpnaflokkur 15-16 ára:

Anna S. Snorradóttir GK 159

Guðrún Pétursdóttir GR 170

Særós E. Óskarsdóttir GKG 171

Bryndís M. Ragnarsdóttir GK 171

Drengjaflokkur 15-16 ára:

Aron Snær Júlíusson GKG 152

Ágúst Elí Björgvinsson GK 152

Birnir Snær Ingason GKj 154

Stelpnaflokkur 14 ára og yngri:

Ragnhildur Kristinsdóttir GR 165

Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 176

Birta Dís Jónsdóttir GHD 183

Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 183

Strákaflokkur 14 ára og yngri:

Birgir Björn Magnússon GK 145

Gísli Sveinbergsson GK 149

Kristófer Orri Þórðarson GKG 151




Fleiri fréttir

Sjá meira


×