Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin 30. maí 2011 11:51 Hreinsunarstarf er langt komið Mynd: Stefán Karlsson Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi. Helstu fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi.
Helstu fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira