Goslokum lýst yfir og hættuástandi aflétt 30. maí 2011 18:46 Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.Það byraði fyrir níu dögum sem eitt öflugasta öskugos síðari tíma á Íslandi, á fyrsta sólarhringum þeyttist upp meiri aska en úr Eyjafjallajökli í fyrravor og það var helst Kötlugosið 1918 sem stóðst samjöfnuð. Flug raskaðist á Íslandi og í norðanverðri Evrópu og í Skaftárhreppi, þar sem öskufallið var mest, varð myrkur um miðjan dag. Athafnalíf milli Eldhrauns og Lómagnúps lamaðist í þrjá sólahringa, hringveginum var lokað og vatnsból menguðust á nokkrum bæjum. Ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi skaðast vegna hamfaranna en bændur misstu sauðfé og hesta en dýrin virðast flest hafa blindast af öskunni og drukknað í skurðum. Um miðja viku hafði dregið svo úr gosinu og birt til á ný að hreinsun gat hafist. Náttúran sá þó sjálf um mestu tiltektina með því að blása miklum hluta öskunnar úr byggðunum og á haf út og skola svo út með góðri rigningu. Menn sjá því fram á að eftirmál þessa eldgoss verði hverfandi miðað við það sem í stefndi í upphafi. Síðustu merki um gosóróa sáust á mælum á laugardag og í dag staðfestu leiðangursmenn í ferð Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn að gosinu væri lokið. Helstu fréttir Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.Það byraði fyrir níu dögum sem eitt öflugasta öskugos síðari tíma á Íslandi, á fyrsta sólarhringum þeyttist upp meiri aska en úr Eyjafjallajökli í fyrravor og það var helst Kötlugosið 1918 sem stóðst samjöfnuð. Flug raskaðist á Íslandi og í norðanverðri Evrópu og í Skaftárhreppi, þar sem öskufallið var mest, varð myrkur um miðjan dag. Athafnalíf milli Eldhrauns og Lómagnúps lamaðist í þrjá sólahringa, hringveginum var lokað og vatnsból menguðust á nokkrum bæjum. Ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi skaðast vegna hamfaranna en bændur misstu sauðfé og hesta en dýrin virðast flest hafa blindast af öskunni og drukknað í skurðum. Um miðja viku hafði dregið svo úr gosinu og birt til á ný að hreinsun gat hafist. Náttúran sá þó sjálf um mestu tiltektina með því að blása miklum hluta öskunnar úr byggðunum og á haf út og skola svo út með góðri rigningu. Menn sjá því fram á að eftirmál þessa eldgoss verði hverfandi miðað við það sem í stefndi í upphafi. Síðustu merki um gosóróa sáust á mælum á laugardag og í dag staðfestu leiðangursmenn í ferð Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn að gosinu væri lokið.
Helstu fréttir Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira