Reiðubúin ef allt fer á versta veg 22. maí 2011 18:45 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. Mynd/GVA Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón. Helstu fréttir Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Talsmenn flugfélaganna segja með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en þeir hafa ekki orðið varir við miklar afbókanir. Þeir segja að hugsanlega verði hægt að fljúga til og frá landinu á morgun. Bæði Icelandair og Iceland Express hafa neyðst til að aflýsa flugferðum í dag, en vélar félaganna eru ýmist fastar hér á landi eða í Evrópu. Samtals hefur gosið haft áhrif á um 40 flug og 7000 farþega. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express er þó bjartsýnn á að hægt verði að fljúga á morgun. Hann segir að viðbragðsáætlun sé reiðubúin ef allt fari á versta veg, en hún feli í sér að flytja flug félagsins, t.d. til Akureyrar eða annað. „Hins vegar sýnist mér á þessum öskuspám sem við erum að skoða núna að þetta komi til með að lagast verulega á morgun," segir Matthías. „Í öskuspánni sem við erum að skoða er miðað við að gosið sé enn í 20.000 feta hæð. Það er hins vegar að minnka, svo ég býst við að öskuspáin sem kemur seinni partinn verið töluvert betri. Ég er bjartsýnn á að það verði hægt að fljúga á morgun,“ segir Matthías. Hjá Icelandair eru hlutirnir nú teknir skref fyrir skref. „Við erum því miður í ágætis æfingu í þessu frá gosinu í fyrra," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Það sem gildir eru að reyna að ná sambandi við farþegana og láta vita hvernig staðan er. En það er ómögulegt að spá. Þessu gæti lokið í kvöld eða á morgun, en þetta gæti líka haldið áfram lengur. Það verður að vinna úr þessu eins og dagarnir líða,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Talsmenn flugfélaganna eru sammála um að það sé með öllu óljóst hvert tjón félaganna af gosinu er, en það velti á lengd þess. Fáir hafi þó afbókað sig, en að sögn Matthíasar eru afbókanir teljandi á fingrum annarar handar hjá Iceland Express. Icelandair hefur svipaða sögu að segja. „Þetta er allt á byrjunarreit núna. Við þekkjum vel hvernig þetta gekk fyrir sig síðasta vor. Nú erum við komin aðeins lengra inn í sumarið, það er stærri áætlun hjá okkur og fleiri að fljúga, en þetta verður að fá að spilast frá degi til dags. Vonandi fer þetta nú vel," segir Guðjón.
Helstu fréttir Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira