Magnús Tumi: Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið 22. maí 2011 19:10 Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir. Helstu fréttir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Mikill sprengikraftur hefur verið í eldgosinu í Grímsvötnum og þétt öskufall allt frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi. Þegar mest lét þeyttust allt að 20 þúsund tonn af gosefni á sekúndu frá eldstöðinni. Goskrafturinn hefur ívið dvínað í dag, en jarðvísindamenn segja ómögulegt að spá fyrir um framhaldið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, fór í könnunarflug ásamt fleiri vísindamönnum í dag. Hann segir kraftinn hafa ívið dvínað. „En það er samt verulega mikill. Varðandi magnið má reikna með því að þegar mest var hafi 10-20 þúsund tonn af gosefni verið að koma upp um gosopið," segir Magnús. Nokkrum klukkutímum eftir að gosið hófst tók aska að falla í byggð við sunnanverðan Vatnajökul, um fimmtíu kílómetrum frá gosstöðvunum. Mikið öskufall hefur verið frá gosinu og Vatnajökull öskugrár. Í gærkvöldi var einna mesta öskufallið kringum Kirkjubæjarklaustur. Engin eldstöð á Íslandi gýs jafn oft og Grímsvötn sem eru í vestanverðum Vatnajökli. Eldstöðin liggur undir jökli og samanstendur af þremur öskjum en meginaskjan sést úr lofti og er um 20 ferkílómetrar að stærð. Til samanburðar má nefna að Seltjarnarnes er 2 ferkílómetrar, meginaskja Grímsvatna er því 10 sinnum stærri. Vitað er um að minnsta kosti 60 gos í Grímsvötnum síðustu 800 ár, en annað eins gos hefur þó ekki sést hjá núlifandi mönnum. Um framhaldið segir Magnús Tumi: „Það má reikna með því að á fjórða degi fari verulega að draga úr gosinu miðað við fyrri eldgos." Næstu dagar eru því óljósir.
Helstu fréttir Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira