„Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.
„Við pressum alltaf á lið í byrjun leiks og það gerðum við í kvöld, en Fylkismenn lágu töluvert til baka og það náðum við að nýta okkur“.
„Það hefur verið mikill stígandi í okkar leik undanfarið og við erum alltaf að bæta okkur frá degi til dags, vonandi verðum við bráðum bara enn betri en í fyrra“.

