Kolniðamyrkur á Kirkjubæjarklaustri: Ótrúlega furðuleg tilfinning Boði Logason skrifar 23. maí 2011 10:03 Guðmundur Vignir tók þessa mynd í morgun. Mikið myrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri. Mynd/GVS „Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun," segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. „Það hefur verið kolniðamyrkur frá því í gær, það birti reyndar til um klukkan fjögur síðdegis í gær en það hefur eiginlega bara verið myrkur frá því í gærkvöldi. Núna sé ég rétt út á bensíndæluna sem er bara nokkrum metrum frá húsinu," segir Guðmundur Vignir. Hann segir að mikið ryk og mikil drulla sé inni í veitingaskálnum. „Það var allt skúrað og þrifið hérna klukkan átta í morgun en það er allt orðið eins aftur, ef þú leggur puttann á hillu eða borð þá kemur far, þetta er algjör viðbjóður." Hann segir að það hafi verið furðuleg upplifun að vakna í morgun og ekki sjá nema nokkra metra fram fyrir sig. „Það lá við að maður sagði bara góða kvöldið við viðskiptavinina í morgun," segir hann og hlær. „Þetta er eins og að upplifa desembermánuð í endann maí, ótrúlega furðuleg tilfinning." Hann segir að það hafi ekki komið margir viðskiptavinir í búðina hjá sér síðan gosið hófst. „Það er náttúrlega mikið af björgunarsveitarliði sem kemur og við reynum að búa til samlokur og súpur handa þeim," segir hann að lokum. Helstu fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég held að enginn geri sér grein fyrir því hvernig það er að lenda í þessu, þetta er rosaleg upplifun," segir Guðmundur Vignir Steinsson, sem rekur N1 og Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri. Kolniðamyrkur er nú á Kirkjubæjarklaustri en mikil aska hefur fallið til jarðar eftir að eldgosið hófst í Grímsvötnum á laugardagskvöld. „Það hefur verið kolniðamyrkur frá því í gær, það birti reyndar til um klukkan fjögur síðdegis í gær en það hefur eiginlega bara verið myrkur frá því í gærkvöldi. Núna sé ég rétt út á bensíndæluna sem er bara nokkrum metrum frá húsinu," segir Guðmundur Vignir. Hann segir að mikið ryk og mikil drulla sé inni í veitingaskálnum. „Það var allt skúrað og þrifið hérna klukkan átta í morgun en það er allt orðið eins aftur, ef þú leggur puttann á hillu eða borð þá kemur far, þetta er algjör viðbjóður." Hann segir að það hafi verið furðuleg upplifun að vakna í morgun og ekki sjá nema nokkra metra fram fyrir sig. „Það lá við að maður sagði bara góða kvöldið við viðskiptavinina í morgun," segir hann og hlær. „Þetta er eins og að upplifa desembermánuð í endann maí, ótrúlega furðuleg tilfinning." Hann segir að það hafi ekki komið margir viðskiptavinir í búðina hjá sér síðan gosið hófst. „Það er náttúrlega mikið af björgunarsveitarliði sem kemur og við reynum að búa til samlokur og súpur handa þeim," segir hann að lokum.
Helstu fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira