Eitt merkilegasta mannvirkið á íslenskum knattspyrnuvöllum er gamla sjoppan í Árbænum, græni skúrinn, sem notuð hefur verið sem aðstaða fyrir blaðamenn á Fylkisvellinum.
Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður fjallar hér um einn sögufrægasta "blaðamannaskúr" landsins, en Gaupi fullyrðir að stórslys yrði á Fylkisvelli ef allir feitustu íþróttafréttamenn landsins myndu mæta til leiks á sama tíma í græna skúrinn. Gaupahornið úr Pepsimörkunum á Stöð 2 sport má sjá í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.
