Ólafur: Það fór enginn þeirra í frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 17:30 Ólafur tilkynnir liðið sitt í dag. Mynd/Anton Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Ólafur Jóhannsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir Danaleikinn í dag en Ólafur valdi 23 manna hóp og ætlar að kalla hann tímanlega saman. Liðið mun því vera í viku saman fyrir leikinn og Ólafur lagði auk þess áherslu á það við leikmenn að þeir héldu sér í góðu formi eftir að tímabili þeirra lauk. „Það er misjafnlega langt síðan að menn kláruðu sín mót. Oft hafa þessir júníleikir reynst okkur mjög erfiðir af því að menn hafa verið í misjöfnu standi eftir lok deildanna hjá sér," sagði Ólafur á blaðamannafundi í dag „Ég tók stöðuna á öllum leikmönnunum fyrir smá tíma og þó að þeir hafi ekki verið að spila fótboltaleiki í einhvern tíma þá eru þeir allir að æfa og eiga allir að vera í mjög góðu standi fyrir þennan Danaleik. Það fór enginn þeirra í svokallað frí eins og menn tala um. Það fóru einhverjir og slökuðu á í tvo til þrjá daga en það hafa allir verið að æfa. Líkamlegt ástand manna á því að vera mjög gott þó að það sé svolítið síðan að sumir hafi spilað," segir Ólafur. „Menn eru kannski pínulítið ryðgaðir en það er oft þannig að þegar menn taka sér frí í smá tíma frá leikjum og byrja svo aftur þá eiga þeir oft sína bestu leiki og við skulum vona að svo verði núna. Hópurinn lítur vel út og er í fínu ásigkomulagi," sagði Ólafur. „Það eru tveir óvissuþættir með þennan hóp. Rúrik hefur verið að glíma við meiðsli og ég veit ekki alveg hundrað prósent hvað verður með hann. Ég valdi hann og við ætlum að taka á honum stöðuna þegar hann kemur hingað heim á mánudaginn. Við metum það síðan í framhaldinu hvort að hann sé leikhæfur eða ekki. Einnig hefur Kolbeinn átt við smávægileg meiðsli en vonandi verður það í lagi. Að öðru leyti er hópurinn hundrað prósent heill," segir Ólafur. „Það langar öllum að vinna Dani og þetta er kannski sú þjóð sem okkur langar mest til að vinna. Það hefur ekki gengið hingað til en við munum að sjálfsögðu gera allt í okkar valdi til þess að það breytist. Danir eru ein af þremur þjóðum sem eru að berjast um þessi efstu sæti í riðlinum og þeir mega ekki tapa einu einasta stigi hér því þá væri þeirra möguleiki nánast úr sögunni. Það er mikið undir hjá þeim," segir Ólafur sem útskýrði líka af hverju hann valdi ekki Grétar Rafn Steinsson í liðið að þessu sinni. „Vegna persónulegra ástæðna Grétars Rafns þá var hann ekki valinn. Ég get ekkert útskýrt það frekar því það er persónulegt sem ég get ekki farið út í. Hann baðst ekki undan því sjálfur að vera valinn og þetta var því mín ákvörðun," sagði Ólafur á blaðamannafundinum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira