Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2011 16:15 Grafík/Vísir.is Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fjórir Englandsmeistaratitlar í hús ásamt einum Meistaradeildartitli og árangurinn ekki hvað síst að þakka sterku miðvarðapari sem þeir Vidic og Ferdinand hafa myndað. Tapið gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar í Róm 2009 svíður þó enn „Leikurinn var eitt sorglegasta augnablikið á knattspyrnuferli mínum. Ég er viss um að enginn okkar leikmanna sé búinn að gleyma þeim leik." Mörk Samuel Eto'o og Lionel Messi tryggðu Börsungum öruggan 2-0 sigur. Serbinn sem sagður er ekkert hræðast segir Barcelona vissulega með frábært lið og líklegri til sigurs. Hins vegar sé kominn tími á að fólk sýni Man Utd virðingu. „Það er ekki eins og við höfum ekki unnið neitt undanfarin ár. Við erum Manchester United. Á síðustu fimm árum höfum við unnið fimm Englandsmeistaratitla og þetta er þriðji úrslitaleikur okkar í Meistaradeildinni. Ég hef trú á að við getum unnið." Piqué og Puyol - Jin og JangGerard Piqué miðvörður Barcelona á öllu betri minningar frá úrslitaleiknum 2009 enda í sigurliði meistaradeildar annað árið í röð. Piqué var á mála hjá Man Utd sem sigraði Chelsea í úrslitaleiknum í Moskvu 2008. Spánverjinn var ekki í leikmannahópi United í úrslitaleiknum en komst í fámennan hóp leikmanna sem hafa verið í sigurliði í keppninni tvö ár í röð með mismunandi liðum. Læknissonurinn og barnabarn fyrrum forseta Barcelona er einn fjölmargra núverandi lykilmanna liðsins sem hafa skilað sér í gegnum barna- og unglingastarf félagsins. Hann hefur myndað frábært miðvarðapar með fyrirliðanum Carlos Puyol. Leikmennirnir eru algjörar andstæður sem fáir reiknuðu með að myndu smellpassa jafnvel saman og raunin hefur orðið. Hellisbúinn, harðjaxlinn og hinn grafalvarlegi Puyol með hinum fjallmyndarlega, eldhressa og léttleikandi Piqué. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Spáni í yfir tvö ár þegar þeir hafa verið saman í vörninni. Piqué, sem er í sambandi við poppstjörnuna Shakiru, hefur margoft sagst hafa lært gríðarlega mikið af Ferdinand og Vidic á tíma sínum hjá United. Hann beri mikla virðingu fyrir þeim sem og liðsfélaga sínum og vini Puyol. Varnarmaðurinn krullhærði bætir upp skort á knattspyrnulegum hæfileikum sínum með vinnusemi og baráttu. Leikirnir sex sem Barcelona hefur tapað á tímabilinu eiga eitt sameiginlegt. Puyol var fjarverandi. „Hann lítur á alla leiki sem úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu", segir Piqué um félaga sinn sem ætti samkvæmt því að vera laus við allan sviðskrekk á laugardagskvöldið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Sjá meira
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. 24. maí 2011 22:00
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26. maí 2011 10:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25. maí 2011 16:00