Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, sagðist vera stoltur af sínu liði í kvöld en einnig svekktur að hafa ekki náð jöfnunarmarki sem hann taldi sitt lið hafa átt skilið.
"Þetta er svekkjandi en okkur líður ágætlega. Við töluðum um það eftir leikinn að við gætum verið stoltir," sagði Jóhann Kristinn.
"Við vorum ekki langt frá þessu en við teljum okkur hafa verið mjög nálægt því að jafna. Það var mjög svekkjandi að jafna ekki í lokin því við töldum okkur eiga mark inni," sagði Jóhann en hans lið lagðist ekki í skotgrafirnar heldur sótti af krafti er tækifæri gafst.
"Ég var mjög bjartsýnn fyrir leikinn. Að hafa fengið á sig tvö mörk er svekkjandi en ég vissi að við myndum skora. Við förum samt hressir heim. Þetta var ævintýri og ég er stoltur af strákunum."
Jóhann: Við getum verið stoltir
Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Mest lesið


„Held áfram nema ég verði rekinn“
Körfubolti




Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið
Enski boltinn

Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá
Körfubolti

Kári: Bara negla þessu niður
Körfubolti

