Fótbolti

Scholes: Það gat ekki verið flottari úrslitaleikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes og Ryan Giggs eftir úrslitaleikinn í Róm árið 2009.
Paul Scholes og Ryan Giggs eftir úrslitaleikinn í Róm árið 2009. Mynd/Nordic Photos/Getty
Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, er á því að það séu tvö bestu lið Evrópu sem eru að mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á morgun.

Scholes á möguleika að því að vinna Meistaradeildina í þriðja sinn en hann missti þó af úrslitaleiknum 1999 vegna leikbanns og var á bekknum á móti Barcelona fyrir tveimur árum.

„Það er engin vafi í mínum huga að tvö bestu liðin eru komin í úrslitaleikinn. Barcelona-liðið er fyrirmyndin og allir hinir vilja spila eins og þeir. Fótboltinn sem við spilum getur samt verið alveg eins góður á köflum. Við höfum líka mikla hæfileika í okkar liði," sagði Paul Scholes.

„Bæði liðin vilja sækja og skora mörk svo að ég held að það hafi ekki getað verið  flottari úrslitaleikur," sagði Scholes.

Paul Scholes kom inn á sem varamaður fyrir Ryan Giggs á 75. mínútu þegar Manchester United tapaði 0-2 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2009.

„Þetta var ekki skemmtilegt kvöld og sumarið á eftir var lengi að líða. Nú ætlum við okkur að ná öðrum úrslitum. Ég bíð spenntur eftir því að geta endað tímabilið vel," sagði Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×