Alonso: Verðum að taka áhættu 27. maí 2011 12:51 Fernando Alonso á brautinni í Mónakó í gær Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira