Alonso: Verðum að taka áhættu 27. maí 2011 12:51 Fernando Alonso á brautinni í Mónakó í gær Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag. Formúla Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. Alonso hefur unnið mótið í Mónakó í tvígang, en Michael Schumacher hefur unnið það oftast þeirra sem keppa í Formúlu 1 í ár, eða fimm sinnum. „Það skiptir meginmáli í Mónakó að hafa tilfinningu fyrir bílnum. Því meiri tilfinng, því meira getur ökumaður tekið á bílnum, hring eftir hring. Við virðumst samkeppnisfærari hérna en annars staðar", sagði Alonso í fréttatilkynningu frá Ferrari eftir æfingarnar í gær. Alonso gat þess þó að að venju tæki hann niðurstöðu æfinga með fyrirvara um hvaða bensínmagn væri um borð í keppnisbílum á æfingum. Hann sagði yfirbygginguna bílsins ekki ráða eins miklu í Mónakó og því gengi betur en alla. „Á braut sem er með lægsta meðalhraðann, þá koma veikleikarnir ekki eins í ljós, vegna þess að aðrir þættir eru góðir, eins og mekkanískur búnaður og vélin. Mér leið strax vel hérna og gat því ekið hraðar og hraðar, því bíllinn brást vel við og ég treysti honum." „Við vitum að þetta er fyrsti dagurinn og Red Bull menn gætu verið að fela eitthvað, áður en kemur að tímatökunni. Það verður meira stress á laugardag, því minnstu mistök geta verið dýrkeypt. Við verðum að taka áhættu, því við verðum að minnka bilið í þá bestu", sagði Alonso. Bestu tími Alonso í gær náði hann á svokölluð ofurmjúkum dekk frá Pirelli sem ekki hafa verið notuð á mótshelgi áður og Alonso telur að ekki sé mikill munur á milli þessara dekkja og hefðbundinna mjúkra dekkja frá Pirelli, sem hafa verið notuð til þessa. Ökumenn verða að nota bæði afbrigði í kappakstrinum á sunnudag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira