Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi 10. maí 2011 22:01 Michael Schumacher og Mercedes hafa ekki náð á verðlaunapall saman síðan Schumacher byrjaði að keyra með liðinu í fyrra. Mynd: Getty Images Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar. Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira