Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi 10. maí 2011 22:01 Michael Schumacher og Mercedes hafa ekki náð á verðlaunapall saman síðan Schumacher byrjaði að keyra með liðinu í fyrra. Mynd: Getty Images Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar. Formúla Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. ,,Ég skil afhverju fólk býst við toppárangri af Michael og Mercedes og það er samsvarandi vilji hjá okkur. Ef við skoðum tíma Michaels á æfingum og í keppninni, þá er hann að halda uppi góðum hraða", sagði Haug í frétt á autosport.com í dag. Schumacher lenti í árekstri við annan ökumanna í öðrum hring mótsins, en Haug telur að hann hefði getað náð sjötta eða sjöunda sæti, en hann varð tólfti. Schumacher átti góðan sprett á lokaæfingu fyrir tímatökuna á laugardag og varð aðeins 0.001 sekúndu á eftir Sebastian Vettel, en náði ekki að endurtaka leikinn í tímatökunni. Haug segir það ekki óskhyggju að Schumacher hafi hraðann sem til þarf, það sé staðreynd. Schumacher var ekki ánægður með útkomuna um helgina. ,,Ég skil að Michael skemmti sér ekki á sunnudaginn. Það er erfitt að keppa af krafti og ná tólfta sæti. Ég er sannfærður um að það verður gaman í Barcelona (næsta mót er á Spáni). Við höfum trú á liðinu og ökumönnum þess og við vinnum af festu að markmiðum okkar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira