„Mér fannst við ekki verðskulda neitt annað en eitt stig út úr þessum leik,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. Fylkir gerði 0-0 jafntefli við Fram í heldur tíðindalitlum leik.
„Það er ekki ásættanlegt að mæta svona til leiks á okkar eigin heimavelli. Við stjórnuðum reyndar fyrri hálfleiknum, en þeir reyndar fengu einnig sín færi“.
„Síðari hálfleikurinn var mun jafnari og hefði getað dottið báðu megin, ef jafntefli var í raun sanngjörn úrslit,“ sagði Ólafur Þórðarson.
