Körfubolti

Jakob valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Jakob Örn Sigurðarson, nýkrýndur sænskur meistari með Sundsvall, var áberandi þegar körfuboltavefurinn Eurobasket.com gerði upp tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob var valinn besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera besti bakvörðurinn og besti Evrópumaðurinn.

Hlynur Bæringsson var valinn í annað úrvalslið deildarinnar eins og Logi Gunnarsson og þeir Logi, Jakob og Hlynur voru síðan allir þrír í úrvalsliði evrópskra leikmanna. Jakob var einnig valin besti Evrópuleikmaður sænsku deildarinnar í fyrra.

Það vakti athygli að nýi landsliðsþjálfari Íslands, Peter Öqvist, sem gerði Sundsvall að sænskum meisturum á dögunum, var ekki valinn besti þjálfarinn heldur hlaut Vedran Bosnic, þjálfari Sodertalje, þau verðlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×