Einar: Ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2011 17:19 Einar með aðstoðarmönnum sínum, Magnúsi Jónssyni og Guðríði Guðjónsdóttur. Mynd/Stefán Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. „Þetta er stórt verkefni en skemmtilegt. Þetta er búið að vera í umræðunni innan okkar raða í talsverðan tíma og mér fannst þetta vera skemmtileg lausn. Við vorum sammála um það að ég myndi halda áfram með kvennaliðið ásamt því að taka karlaliðið sem er nýtt skref í þessu öllu saman," sagði Einar á blaðamannfundi í dag. „Karladeildin heillar mjög því hún var frábær í vetur og þar er skemmtilegur starfvettvangur til að vera á. Það er erfitt að sleppa höndunum af kvennaliðinu þannig að þetta var mjög góð lending," sagði Einar sem hefur gert flotta hluti með kvennaliðið en á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu. „Við erum búin að vera ansi nálægt því að vinna þann stóra undanfarin fjögur ár en engu að síður höfum við unnið tvo bikarmeistaratitla og fleiri minni titla sem er mjög góður árangur. Við erum líka að skila leikmönnum út í atvinnumennsku þannig að eitthvað vorum við að gera rétt. Menn vilja halda áfram á þeirri braut sem hefur verið stigin hér undanfarin ár," sagði Einar. „Ég er hrikalega ánægður með það fólk sem vinnur með mér, Magnús Jónsson og Guðríði Guðjónsdóttur. það verður mikil ábyrgð sem hvílir á þeim og ég gat ekki fengið betra fólk með mér í þetta en þau," sagði Einar en Magnús verður aðstoðarmaður hans hjá karlaliðinu en Guðríður aðstoðar hann áfram með kvennaliðið. „Ég þarf að marka ákveðin spor hjá karlaliðinu og sýna hvaða leið ég vil fara. Það er vinna framundan með karlaliðið en ég vil meina að sú vinna hafi hafist fyrir ári síðan. Liðið var þá í fallbaráttu og rétt hélt sér uppi á síðasta leik. Í vetur fór liðið í undanúrslit bæði á Íslandsmóti og í bikar. Það má ekki taka það af liðinu að það náði prýðilegum árangri síðasta vetur og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það. Við verðum bara að horfa fram á vegin og vinna úr þeirri stöðu sem við erum í í dag," sagði Einar. „Ég var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fyrra og hef þjálfað suma af þessum drengjum í yngri flokkum. Ég þekki liðið mjög vel og hvers konar karaktera það skipa og hver geta liðsins er. Þessi hópur er flottur og það er mikil geta í þessu liði. Þetta er ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur að taka við. Það er metnaður í þessum hóp og það er okkar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra. Svo koma einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum," sagði Einar. „Þetta mun eitthvað rekast á en miðað við hvernig Íslandsmótið spilast ættu ekki leikir að rekast á. Ef við getum farið að hugsa svo langt að bæði lið verði í úrslitakeppninni þá er þetta ansi strangt. Ég myndi sem dæmi ekki gráta yfir því vandamáli að fara með bæði liðin í Höllina," sagði Einar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Einar Jónsson, tók í dag að sér þjálfun beggja meistaraflokksliða Fram í handboltanum. Hann hefur þjálfað kvennaliðið í fjögur ár og var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í vetur en núna verður hann með bæði liðin á sinni könnu. „Þetta er stórt verkefni en skemmtilegt. Þetta er búið að vera í umræðunni innan okkar raða í talsverðan tíma og mér fannst þetta vera skemmtileg lausn. Við vorum sammála um það að ég myndi halda áfram með kvennaliðið ásamt því að taka karlaliðið sem er nýtt skref í þessu öllu saman," sagði Einar á blaðamannfundi í dag. „Karladeildin heillar mjög því hún var frábær í vetur og þar er skemmtilegur starfvettvangur til að vera á. Það er erfitt að sleppa höndunum af kvennaliðinu þannig að þetta var mjög góð lending," sagði Einar sem hefur gert flotta hluti með kvennaliðið en á enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitilinn með liðinu. „Við erum búin að vera ansi nálægt því að vinna þann stóra undanfarin fjögur ár en engu að síður höfum við unnið tvo bikarmeistaratitla og fleiri minni titla sem er mjög góður árangur. Við erum líka að skila leikmönnum út í atvinnumennsku þannig að eitthvað vorum við að gera rétt. Menn vilja halda áfram á þeirri braut sem hefur verið stigin hér undanfarin ár," sagði Einar. „Ég er hrikalega ánægður með það fólk sem vinnur með mér, Magnús Jónsson og Guðríði Guðjónsdóttur. það verður mikil ábyrgð sem hvílir á þeim og ég gat ekki fengið betra fólk með mér í þetta en þau," sagði Einar en Magnús verður aðstoðarmaður hans hjá karlaliðinu en Guðríður aðstoðar hann áfram með kvennaliðið. „Ég þarf að marka ákveðin spor hjá karlaliðinu og sýna hvaða leið ég vil fara. Það er vinna framundan með karlaliðið en ég vil meina að sú vinna hafi hafist fyrir ári síðan. Liðið var þá í fallbaráttu og rétt hélt sér uppi á síðasta leik. Í vetur fór liðið í undanúrslit bæði á Íslandsmóti og í bikar. Það má ekki taka það af liðinu að það náði prýðilegum árangri síðasta vetur og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það. Við verðum bara að horfa fram á vegin og vinna úr þeirri stöðu sem við erum í í dag," sagði Einar. „Ég var aðstoðarþjálfari karlaliðsins í fyrra og hef þjálfað suma af þessum drengjum í yngri flokkum. Ég þekki liðið mjög vel og hvers konar karaktera það skipa og hver geta liðsins er. Þessi hópur er flottur og það er mikil geta í þessu liði. Þetta er ekki verkefni sem maður þarf að vera hræddur að taka við. Það er metnaður í þessum hóp og það er okkar að byggja ofan á þann árangur sem náðist í fyrra. Svo koma einhverjar nýjar áherslur með nýjum mönnum," sagði Einar. „Þetta mun eitthvað rekast á en miðað við hvernig Íslandsmótið spilast ættu ekki leikir að rekast á. Ef við getum farið að hugsa svo langt að bæði lið verði í úrslitakeppninni þá er þetta ansi strangt. Ég myndi sem dæmi ekki gráta yfir því vandamáli að fara með bæði liðin í Höllina," sagði Einar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira