"Það er mjög ásættanlegt að fá stig hér. Það var mikið vinnuframlag hjá mínu liði og við gáfum þeim engan frið. FH klárlega betra fótboltaliðið en ég skal ekkert segja um hvort þeirra leikur hafi verið áhrifaríkari. Eftir á að hyggja hefði ég verið sáttur við þrjú stig miðað við færin sem við sköpuðum," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkings, eftir jafnteflið við FH í kvöld.
"Við fengum færi sem við hefðum átt að nýta. Þeir spiluðu betur út á vellinum en sköpuðu ekki neitt. Ég hefði kosið að við hefðum ekki bakkað svona mikið í síðari hálfleik.
"Við hleyptum þeim inn í leikinn. Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eftir vinnsluna í fyrri hálfleik."
Andri: Hefðum getað tekið þrjú stig
Henry Birgir Gunnarsson á Kaplakrikavelli skrifar
Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



