Höfnin í Vestmannaeyjun er að hreinlega að fyllast tveim tímum fyrir leik ÍBV og Fram. Allir sjómennirnir eru að drífa sig í land svo þeir nái leiknum.
Mikil stemning er fyrir leiknum í Eyjum og hafa heimamenn tröllatrú á sínu liði. Enginn ætlar að missa af opnunarleiknum í kvöld og flotinn er því mættur í land.
Vísir hitti Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, sem var að koma í land með fullfermi af löngu.
Birgir ætlar að sjálfsögðu á völlinn í kvöld og hefur mikla trú á því að ÍBV geti farið langt í sumar.
Viðtalið við Birgi má sjá hér að ofan.
