Kristjáni Haukssyni, fyrirliða Fram, fannst eðlilega ekkert sérstakt að horfa á Tryggva Guðmundsson fagna dramatísku sigurmarki á Hásteinsvelli í kvöld.
"Þetta verður ekki mikið meira svekkjandi. Það má víst ekki gleyma Tryggva. Hann er víst seigur. Þó svo hann sé leiðinlegur á vellinum þá skorar hann og skilar sínu," sagði Kristján.
"Mér fannst við spila ágætlega í fyrri hálfleiknum og hefðum mátt nýta vindinn í seinni. Við eigum að geta haldið boltanum betur niðri.
"Við komum sterkir til baka. Ég hef ekki áhyggjur af því."
