Goðsögnin Bjarni Felixson var mættur á Kópavogsvöll í kvöld en Bjarni var þar mættur til þess að lýsa leik Breiðabliks og KR í KR-útvarpinu.
Bjarni var brattur er Vísir hitti á hann fyrir leikinn. Bakvörðurinn fyrrverandi segist vera spenntur fyrir sumrinu.
Vísir ræddi við Bjarna um fótboltasumarið, útvarp KR en Bjarni segist enn halda í þá hefð að vera hlutlaus í lýsingum sínum þó svo allt sé leyfilegt í þeim efnum hjá útvarpi KR.
Viðtalið við Bjarna má sjá hér að ofan.
