Umfjöllun: Bið FH-inga á enda Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 4. maí 2011 21:06 FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
FH-ingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handbolta í fyrsta skipti í 19 ár þegar þeir unnu sigur á Akureyri, 28-24, í hreint út sagt frábærum handboltaleik fyrir framan 3.000 áhorfendur í Kaplakrika. FH vann úrslitarimmu liðanna 3-1. FH-ingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði komið fyrir stórleik Sveinbjörns Péturssonar í markinu, en hann varði 14 skot í fyrri hálfleik, hefði FH valtað yfir Akureyri. Norðanmenn vöknuðu smám saman til lífsins og munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11. FH-ingar voru skrefi á undan í síðari hálfleik og náðu þriggja marka forskoti, 21-18, um miðjan hálfleikinn. Þá hafði Akureyri misst tvo leikmenn af velli. Það nýttu FH-ingar sér. Akureyringar eru ekki þekktir fyrir að gefast upp. Þeir bitu í skjaldarrendur, komu til baka og jöfnuðu, 21-21. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar rúmar tvær mínútur voru til leiksloka náði FH tveggja marka forskoti, 25-23. Þá tók Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, leikhlé og freistaði þess að skerpa á leik liðsins síðustu mínúturnar. Daníel Andrésson skellti aftur á móti í lás hjá FH-ingum og grimmir FH-ingar kláruðu leikinn með stæl. Í kjölfarið ætlaði allt um koll að keyra enda hafa FH-ingar beðið eftir Íslandsmeistaratitli í handbolta í 19 ár. Það var vel við hæfi að sett var aðsóknarmet á leiknum en ofanritaður man vart eftir annarri eins stemningu á leik á Íslandi og á þessum leik. Áhorfendur létu öllum illum látum frá upphafi til enda og ekki var möguleiki að eiga samræður í húsinu. Lætin voru slík. Ólafur Guðmundsson var magnaður í FH-liðinu og kvaddi sitt uppeldisfélag með stórleik. Ásbjörn einnig seigur en hann hefur átt frábæra leiktíð. Atli öflugur á línunni og Baldvin færði liðinu mikið á báðum endum vallarins. Daníel markvörður á einnig mikinn þátt í þessum titli en hann reis upp í þessari úrslitakeppni og átti nokkra frábæra leiki. Þar á meðal í kvöld. FH-ingar ekki á flæðiskeri staddir með hann og Pálmar á milli stanganna. Akureyringar voru nálægt þeim stóra en þegar upp var staðið skorti liðinu breidd og leikmenn Norðanmanna voru ekki eins ferskir og FH-ingar í kvöld. Það virtist skorta á úthaldið. Þeir gáfust þó aldrei upp en vantaði herslumuninn til þess að fara alla leið.FH-Akureyri 28-24 (13-11)Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 8 (16), Ásbjörn Friðriksson 7/2 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (4), Baldvin Þorsteinsson 4 (6), Ólafur Gústafsson 3 (6), Örn Ingi Bjarkason 1 (7), Halldór Guðjónsson 1 (3). Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 14 (29/1) 48%, Pálmar Pétursson 7 (16/1) 43%. Hraðaupphlaup: 6 (Baldvin 3, Ólafur, Atli, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Baldvin 3, Atli). Utan vallar: 8 mín. Mörk Akureyrar (skot): Guðmundur Hólmar Helgason 8 (14), Heimir Örn Árnason 5 (9), Bjarni Fritzson 4 (9), Oddur Gretarsson 4/2 (9/2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Daníel Einarsson 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20/1 (48/8) 42%. Hraðaupphlaup: 3 (Hreinn, Guðmundur, Oddur). Fiskuð víti: 2 (Halldór Logi, Bjarni). Utan vallar: 10 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, mjög góðir
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira