Geir: Var ekki lengi að segja já Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2011 18:40 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Manchester United og Barcelona mætast í leiknum sem fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum þann 28. maí. Þetta er stærsti leikur ársins í knattspyrnuheiminum - á því er enginn vafi. „Ég er auðvitað mjög spenntur fyrir því að taka þetta verkefni að mér,“ sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég fékk símtal á skírdag og var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var ekki lengi að segja já við því.“ „Þetta starf felur í sér að hafa eftirlit með framkvæmd leiksins. Ég mun stýra tæknilegum fundum fyrir leikinn þar sem farið er yfir framkvæmdina og svo gef ég skýrslu til UEFA að honum loknum.“ „Það þarf að vanda til við undirbúninginn og þetta getur verið mikil vinna ef allt er ekki eins og það á að vera.“ Geir hefur sinnt eftirlitsstörfum fyrir UEFA frá 1997 en þá var hann framkvæmdarstjóri KSÍ. Nú er hann formaður sambandsins. „Ég hef einnig farið á leiki fyrir FIFA og var til dæmis á úrslita leik HM U-20 í Egyptalandi árið 2009.“ En af hverju fékk Geir þetta eftirsótta verkefni? „Það var bara einhver á hinum endanum sem tók þessa ákvörðun. Ég hef starfað mikið innan evrópskrar knattspyrnu og þeir þekkja mín störf og þekkja mig. Þetta er mikil viðurkenning og heiður, bæði fyrir mig og KSÍ.“ Forráðamenn KSÍ vinna reglulega að því að finna A-landsliðum Íslands vináttulandsleiki en það hefur gengið erfiðlega undanfarin misseri. „Ég hitti reglulega forráðamenn annarra knattspyrnusambanda á þingum og fundum. Þar myndar maður tengsl og líka á leik eins og þessum. Það er einfaldlega það sem þarf til,“ sagði hann. Hann vildi þó ekkert gefa upp um hvort liðið hann styðji. „Ég hef lengi dáðst af báðum félögum og ég held að margir líti á þetta sem draumaúrslitaleik,“ sagði hann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 5. maí 2011 16:33