Körfubolti

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo hefur sést á nokkrum körfuboltaleikjum hjá Real Madrid í vetur. Hér er hann með Marcelo.
Cristiano Ronaldo hefur sést á nokkrum körfuboltaleikjum hjá Real Madrid í vetur. Hér er hann með Marcelo. Mynd/AFP
Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

Real Madrid hefur ekki orðið Evrópumeistari í körfuboltanum í sextán ár en félagið vann þá Evrópubikarinn í áttunda sinn. Real-menn mæta ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í undanúrslitunum í kvöld en í hinum leiknum mætast gríska liðið Panathinaikos og ítalska liðið Montepaschi Siena.

Það verður hægt að fylgjast með þessum leikjum á Sporttv.is sem er mikið gleðiefni fyrir íslenska körfuboltaáhugamenn.

Það er ljóst að Maccabi verður allt annað en auðveldur andstæðingur fyrir Real en í aðalhlutverki hjá Ísraelsmönnunum eru fyrrum NBA-leikmaðurinn Jeremy Pargo og gríski risinn Sofoklis Schortsanitis.

„Augljóslega er það aðaldraumur hvers leikmanns Real að verða Evrópumeistari en það fær líka aukavægi að geta unnið hann í Barcelona," sagði Felipe Reyes,fyrirliði Real Madrid sem er í aðalhlutverki hjá liðinu ásamt bandaríska miðherjanum D'or Fischer sem lék áður með Maccabi.





Leikir helgarinnar í úrslitum Euroleague í beinni á Sporttv.isFöstudagur:

16:00 Panathinaikos - Montepaschi Siena

19:00 Maccabi Electra - Real Madrid

Sunnudagur:

11:30 Leikur um 3ja sætið

14:30 Úrslitaleikurinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×