Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta 20. apríl 2011 16:56 Skotinn Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug. Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira