Haug hjá Mercedes hrifinn af frammistöðu nýliðans Paul di Resta 20. apríl 2011 16:56 Skotinn Paul di Resta ekur með Force India. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug. Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Nobert Haug, sem er yfirmaður hjá Mercedes Benz í akstursíþróttageiranum telur að frammistaða Skotans Paul di Resta í Formúlu 1 sé framúrskarandi. Di Resta ekur með Force India sem notar Mercedes vélar og hann varð meistari með Mercedes í DTM mótaröðinni í fyrra, sem er fer að mestu fram í Þýskalandi. Haug starfar m.a. með Mercedes Formúlu 1 liðinu á mótssvæðum í Formúlu 1, en Mercedes sér McLaren fyrir vélum í Formúlu 1, auk Force India. Það hefur vakið athygli að di Resta hefur verið fljótari en liðsfélaginn Adrian Sutil í tímatökum í öllum þremur mótum ársins og Skotinn var áttundi á ráslínu í mótinu í Kína um helgina. Aðspurður um árangur di Resta sagði Haug eftirfarandi í frétt á autosport.com. „Mér finnst árangurinn framúrskarandi og einstakur. Að ná áttunda sæti á ráslínu í þriðja mótinu, þar er mjög gott og mjög tilkomumikill", sagði Haug. „Við vissum alltaf að hann væri mjög góður og hæfileikaríkur náungi. Þegar hann kemst í rétta gírinn, eins og við sáum í DTM, þá er hann sérstakur", sagði Haug um di Resta til viðbótar. „Ég held að Formúla 1 henti honum vel. Liðsfélagi hans (Sutil) harður af sér, en hraðinn er til staðar og hann er að gera góða hluti. Við erum ánægðir að við hjálpuðum honum í minni mótaröðum", sagði Haug.
Formúla Íþróttir Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira