Barcelona hefur ekki tapað leik í vetur með Puyol í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2011 10:00 Gerard Pique er ekki sami leikmaðu þegar hann hefur ekki Carles Puyol sér við hlið. Mynd/Nordic Photos/Getty Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira
Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er kannski mikilvægari fyrir Barcelona-liðið en flestir gera sér grein fyrir. Það er líklega engin tilviljun að allir fjórir tapleikir Barca á þessu tímabili hafa litið dagsins ljós þegar fyrirliðinn var fjarverandi. Carles Puyol var ekki með í bikarúrslitaleiknum á móti Real Madrid á miðvikudagskvöldið þar sem Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins í framlengingu. Hann meiddist í deildarleik liðanna fjórum dögum áður og Pep Guardiola ákvað að hvíla hann í bikarúrslitaleiknum. Menn eru flestir sammála um það að Gerard Pique sé ekki sami maður án Puyol sér við hlið og eftir að Eric Abidal veiktist hafa miðjumennirnir Sergio Busquets og Javier Mascherano þurft að leysa þessa stöðu. Það vantar því allan stöðugleika í vörn Barcelona án Puyol og hún hefur verið að gefa færi á sér þegar fyrirliðinn er utan vallar. Carles Puyol hefur alls leikið 23 leiki á tímabilinu, 16 í deildinni, 5 í Meistaradeildinni og 2 í bikarnum. Barcelona hefur náð í 46 af 48 mögulegum stigum í deildinni með hann innanborðs, unnið 3 og gert 2 jafntefli í Meistaradeildinni með hann á vellinum og unnið 1 og gert 1 jafntefli í þeim tveimur bikarleikjum sem hann spilaði. Barcelona hefur aðeins tapað fjórum leikjum á þessu tímabili í þeim öllum var Carles Puyol fjarverandi. Þegar þeir töpuðu 0-2 á móti Hercules í deildinni 11. september þá var Puyol meiddur á kálfa. Hann var frá vegna hnémeiðsla í 1-3 tapi á móti Real Betis í spænska bikarnum 19. janúar og sömu meiðsli héldu honum frá í 1-2 tapi á móti Arsenal í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar 16. febrúar. Fjórða tapið kom síðan í bikarúrslitaleiknum í fyrrakvöld. Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Barcelona bíði nú og voni að Carles Puyol verði orðinn góður fyrir fyrri leikinn á móti Real Madrid í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Sá leikur fer fram á Santiago Bernabeu á miðvikudaginn kemur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Sjá meira