Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2011 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira