KA frá Akureyri varð í gær Íslandsmeistari í karlaflokki í blaki eftir að hafa lagt HK í annað sinn í úrslitum. KA vann einvígið 2-0 en liðið hafði titil að verja.
HK úr Kópavogi vann fyrstu hrinuna í gær, 25-21, en Íslandsmeistararnir svöruðu strax í næstu hrinu með því að skora 25 stig gegn 24. Þriðja hrinan var einng mjög spennandi og þar hafði KA betur, 25-23 og þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn eftir mikla baráttu í fjórðu hrinu sem endaði 31-29. KA vann því leikinn í gær 3-1 og er liðið þrefaldur meistari í ár.
Bestu leikmenn KA voru þeir Piotr Kempisty með 18 stig fyrir KA, þar af fjóra ása og fyrirliðinn Davíð Búi Halldórsson með 17 stig, þar af 4 hávarnir.
Í liði HK var Orri Þór Jónsson stigahæstur með 17 stig og Einar Sigurðsson með 12 stig, þar af 3 hávarnir.
KA Íslandsmeistari í blaki karla - þrefaldir meistarar
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn