Körfubolti

Hlynur og Jakob spila um sænska meistaratitilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob og Hlynur í búningi Sundsvall.
Jakob og Hlynur í búningi Sundsvall. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons tryggði sér í kvöld sæti í lokaúrslitunum í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar með því að sópa Södertälje Kings úr undanúrslitunum, 3-0.

Sundsvall vann þriðja leik liðanna örugglega á heimavelli í kvöld, 104-79. Liðið náði forystu strax á fyrstu mínútu og lét hana aldrei af hendi. Staðan í hálfleik var 56-38.

Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru sem í lykilhlutverki í liði Sundsvall í kvöld. Jakob skoraði sextán stig og gaf sex stoðsendingar en Hlynur var með fimmtán stig og níu fráköst.

Sundsvall mætir annað hvort LF Basket eða Norrköping Dolphins í úrslitarimmunni. Staðan í undanúrslitaeinvígi þeirra er 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×